Viðburðir

Ævisaga Halldórs Laxness á Storytel

13.05 2021

Nú er hægt að hlusta á ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson á Storytel og er það höfundur sem les. Bókin sem er um 800 blaðsíður kom út árið 2004 og hlaut Halldór Guðmundsson Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir hana í byrjun árs 2005. 

Lesa meira

Halldór les fyrir þjóðina

07.05 2021

Allir upplestrar Halldórs Laxness sem varðveittir eru í safni RÚV eru aðgengilegir í spilara RÚV á netinu.

Lesa meira

Bókmennta- og heilsuátak í beinni

20.04 2021

Á fæðingardegi Halldórs Laxness 23. apríl nk. lýkur bókmennta- og heilsuátakinu Laxness119 með beinni rafrænni útsendingu frá Gljúfrasteini, húsi skáldsins, fá þátttakendur að virða húsakynnin fyrir sér og mun Halldór Guðmundsson ævisagnarritari þjóðskáldsins fjalla um helstu atriði í lífi og starfi þess.

Lesa meira

Salka Valka var mér opinberun

20.11 2020

Í sjötta þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum segir Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri meðal annars frá ást sinni á bókinni Sölku Völku sem hún las fyrst þegar hún var unglingur.
Salka Valka var Silju opinberun og hún hefur verið hennar eftirlætissaga í rúm sextíu ár. 

Lesa meira

Laxness grípur okkur aftur og aftur

13.11 2020

Í fimmta þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum er orðið hjá þeim manni sem þekkir sögu Halldórs Laxness betur en flestir en hann skrifaði ævisögu skáldsins sem kom út árið 2004. Þetta er Halldór Guðmundsson, rithöfundur

Lesa meira

Brekkukotsannáll er galdrabók

06.11 2020

Í fjórða þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltamaður um ást sína á bókinni Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness.

Lesa meira

Halldór Laxness gaf okkur leyfi til að gráta

30.10 2020

Í þriðja þætti hlaðvarpsseríunnar Með Laxness á heilanum talar skáldkonan Elísabet Kristín Jökulsdóttir um ást sína á Halldóri Laxness ,,hann var meistarinn minn, hann var kennarinn minn, hann kenndi mér bara með því að ég las bækurnar hans, hann var aldrei með prik í skólastofu”. 

Lesa meira

13 ára barn náttúrunnar

23.10 2020

Í öðrum þætti hlaðvarpsseríu Gljúfrasteins Með Laxness á heilanum kynnumst við Jökli Jónssyni, þrettán ára Reykvíkingi sem hefur lesið Barn náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness nokkrum sinnum.

Lesa meira

Dekurbarn sem bjargaði íslenskri menningu

16.10 2020

Í fyrsta þætti hlaðvarpsseríu Gljúfrasteins sem ber heitið Með Laxness á heilanum talar Ragnar Kjartansson, listamaður um ást sína á verkum Halldórs

Lesa meira