Viðburðir

Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson flytja nýtt efni

22.07 2024

Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson leiða saman hesta sína á Gljúfrasteini þann 28. júlí.

Lesa meira

Rómantík og fegurð

16.07 2024

Hljóðfæraleikararnir Páll Palomares og Erna Vala Arnardóttir taka höndum saman og leiða áhorfendur í ferðalag um Evrópu og Bandaríkin á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 21. júlí.

Lesa meira

Víðáttur Laxness – Tríó Hjartar Jóhannssonar

08.07 2024

Sunnudaginn 14. júlí fer fram sannkölluð djassveisla í stofunni á Gljúfrasteini.

Lesa meira

Syng órónni vögguljóð - harpa, söngur og lúta

01.07 2024

Tónlist frá tímum Williams Shakespeares sungin og leikin á hljóðfæri frá þeim tíma. Næstkomandi sunnudag kl. 16!

Lesa meira

Gunnar Kvaran og meistari Bach á Gljúfrasteini

23.06 2024

Ómissandi stofutónleikar með hinum margrómaða sellóleikara Gunnari Kvaran! Hann kemur fram á Gljúfrasteini næstkomandi sunnudag, 30.06. Klukkan 16:00.

Lesa meira

Silva & Steini á Gljúfrasteini

18.06 2024

Jazztvíeykið Silva & Steini samanstendur af söngkonunni Silvu Þórðardóttur og söngvaranum og píanóleikaranum Steingrími Teague. Þau koma fram á Gljúfrasteini sunnudaginn 23. júní.

Lesa meira

PálssonHirv dúettinn

10.06 2024

Tónar frá Frakklandi, Ítalíu, Danmörku, Svíþjóð, Eislandi og Íslandi munu hljóma í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 16. júní. Páll Ragnar og Tui eru eins og alfræðiorðabækur þegar kemur að tónlist. Þau hafa  safnað að sér lögum frá ólíkum heimshornum sem þau svo raða saman á þannig hátt að útkoman verður eitthvað stærra og meira en hvert lag um sig. Lögin eru bæði kunnugleg og minna þekkt.

Dagskráin er öll fléttuð saman með frásögn af tónlistinni, lýsingum á uppruna hennar og hvernig hún barst til eyrna Páls og Tui. Þannig gefa þau tónleikunum persónulegt yfirbragð og húmorinn er aldrei langt undan.  

Lesa meira

Konur í jazzi á Gljúfrasteini

03.06 2024

Aðrir stofutónleikar sumarsins nálgast óðfluga! Sunnudaginn 9. júní næstkomandi mun húsið fyllast af hugljúfum ballöðum og dillandi latínópusum í flutningi Sunnu Gunnlaugs og Marínu Óskar. 

Lesa meira

Kári Egils fyrstur á stofutóneikum sumarsins

27.05 2024

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst með einleikstónleikum Kára Egilssonar sunnudaginn 2. júní. Kári var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars. Á efnisskránni verða tónsmíðar Kára og lög eftir aðra í einstökum útgáfum hans.

Lesa meira

Myndarheimili 

21.05 2024

Vordagskrá á Gljúfrasteini heldur áfram laugardaginn 25. maí kl. 14 með leiðsögn Birtu Fróðadóttur. Birta er starf­andi arki­tekt og lektor við arki­tekt­úr­deild LHÍ og mun í leiðsögninni beina sjón­um að til­urð húss­ins.

Lesa meira