Viðburðir

Safnadagurinn 18. maí

16.05 2022

Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí en yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Mikill er máttur safna. Íslandsdeild ICOM og FÍSOS skipuleggja daginn hér á Íslandi í sameiningu og má fylgjast með á síðu safnadagsins

Í tilefni af safnadeginum verður frítt inn á Gljúfrasteini og lifandi leiðsögn. 

Lesa meira

Laxness í köldu stríði

11.05 2022

Bandaríski bókmenntafræðingurinn Chay Lemoine mun halda fyrirlestur 15. maí kl. 15.00 á Gljúfrasteini, þar sem hann rekur rannsóknir sínar á afskiptum FBI og CIA af Halldóri Laxness.

Lesa meira

Iceland Writers Retreat á Gljúfrasteini

26.04 2022

Dagana 27. apríl – 1. maí fer rithöfundaþingið Iceland Writers Retreat fram í sjöunda sinn.

Lesa meira

Laxnessganga á afmæli skáldsins

16.04 2022

Í tengslum við bókmennta- og heilsuátakið #Laxness120 er boðið upp á göngu um Mosfellsdal á fæðingardegi Halldórs Laxness, 23. apríl. 

Safnast verður saman við Mosfellskirkju kl. 10 og þaðan verður gengið að Gljúfrasteini, með viðkomu á völdum stöðum. Bjarki Bjarnason rithöfundur og leiðsögumaður mun leiða gönguna. Göngufólk getur átt von á að heyra lesin stutt brot úr verkum Halldórs Laxness og hlýða á fróðleiksmola um uppvaxtarár skádsins í dalnum. Gert er ráð fyrir að gangan muni taka um tvo tíma og enda á Gljúfrasteini þar sem sungið verður í hlaðinu og gefst göngufólki færi á að skoða sýningu um Sölku Völku í móttökunni á safninu. 

Frítt er í gönguna og öll hjartanlega velkomin. 

Lesa meira

Með Laxness á heilanum allan sólarhringinn

12.11 2021

Hlaðvarpsþættirnir "Með Laxness á heilanum" eru opnir hvar og hvenær sem er.

Lesa meira

Tveir Frakkar og Laxness

03.11 2021

Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson munu syngja og spila á síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 7. nóvember kl. 16.

Á efniskránni verða verk eftir Gabriel Fauré, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Francis Poulenc. Hérna fylgir með myndband sem tekið var upp í stofunni á Gljúfrasteini í júní 2020. Þar sem Hallveig og Árni Heimir fluttu, Les Chemins de l'amour (Poulenc)

Lesa meira

Ingibjörg Elsa Turchi og hljómsveit

25.10 2021

Ingibjörg Elsa Turchi og hljómsveit hennar koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini 31. október. Þetta eru næstsíðustu tónleikarnir sem haldnir verða í stofunni í þessari hausttónleikaröð. 

Lesa meira

Kiljan skrifar, Kjarval málar

19.10 2021

Kristinn Sigmundsson söngvari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini 24. október kl. 16.00. Efnisskráin verður fjölbreytt en þau munu flytja verka eftir Hauk Tómasson, Shubert, Karl O. Runólfsson, Jón Asgeirsson, Eyþór Stefánsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Robert Schumann. 

Lesa meira

Flautuhópurinn Viibra á stofutónleikum á Gljúfrasteini

12.10 2021

Flautuhópurinn Viibra flytur verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Hilmu Kristínu Sveinsdóttur og Pauline Oliveros, sunnudaginn 17. október kl. 16, í stofunni á Gljúfrasteini.

Lesa meira

Ávarp undan sænginni

04.10 2021

Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir flytja lög af plötunni Ávarp undan sænginni, 10. október í stofunni á Gljúfrasteini. Með þeim spila Ómar Guðjónsson á gítar og Davíð Þór Jónsson á píanó. 

Lesa meira