Viðtal á Gljúfrasteini

Dekkað borð á jólunum á Gljúfrasteini

Bjarni Dagur Jónsson tók viðtal við Auði á tíunda áratugnum heima á Gljúfrasteini og bar margt á góma; m.a. ferðalög hennar og Halldórs, Gljúfrasteinn, siðvenjur, Nóbelsverðlaunin og jólin. Hlýða má á brot úr viðtalinu hér en það hefur ekki verið aðgengilegt áður. Bjarni Dagur Jónssson gaf Gljúfrasteini – húsi skáldsins góðfúslegt leyfi sitt fyrir því að gera viðtalið aðgengilegt á síðu safnsins.

Í þessum viðtalsbúti minnist Auður Sveinsdóttir m.a. jólanna á Eyrarbakka þar sem hún bjó til sjö ára aldurs, en hún fæddist árið 1918 í samkomhúsinu Fjölni á Eyrarbakka. Fyrirferðarmestar eru þó endurminningar Auðar sem tengjast lífinu á Bárugötunni í Reykjavík, þangað sem fjölskyldan flutti þegar Auður var sjö ára gömul. Jólin á Gljúfrasteini og jólahefðir sem Auður kynntist á ferðalögum sínum með Halldóri ber einnig á gómi í viðtalinu.