Halldór um bókmenntir

Halldór við lestur í skrifstofu sinni á Gljúfrasteini.

Líf Halldórs Laxness snerist að miklu leyti um skáldskap. Því er ekki að undra að eftir hann liggur mikill fjöldi ritgerða og greina um bókmenntir, bæði nýjar og gamlar. Hann skrifaði ritdóma í blöð og tímarit en fjallaði einnig um skáldskap í lengra máli, ekki síst eldri texta á borð við Íslendingasögur, Passíusálma Hallgríms Péturssonar og þar fram eftir götum.

Hér birtum við nokkra útdrætti úr greinum Halldórs um bókmenntir. Til þess að nálgast þessar greinar, smellið á krækjurnar hér fyrir neðan eða nýtið ykkur valmyndina hér að ofan.

 

  • „Um Jónas Hallgrímsson“ er útdráttur  úr grein Halldórs sem hann skrifaði í Hollywood árið 1928 birtist fyrst í Alþýðubókinni árið 1929.
  • „Jóhann Jónsson“ er útdráttur úr formála Halldórs af kvæðum og ritgerðum Jóhanns Jónssonar frá 1953 og var prentaður í Dagur í senn árið 1955.
  • „Kirkjan á fjallinu“ er útdráttur úr grein Halldórs frá árinu 1931 um skáldskap Gunnars Gunnarssonar sem seinna birtist í Dagleið á fjöllum árið 1937.
  • „Reginfjöll á haustnóttum“ er útdráttur úr formála sem Halldór skrifaði árið 1978 að bók eftir íslenskan afdalabónda sem nefnist Reginfjöll á haustnóttum og aðrar frásögur eftir Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri.
  • „Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir er útdráttur úr formála sem Halldór skrifaði að Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og birtist í Vettvángi dagsins árið 1942.
  • „Fagra veröld“ er útdráttur úr ritdómi sem Halldór skrifaði 1933 um ljóðabók Tómasar Guðmundssonar Fagra veröld og birtist seinna í Dagleið á fjöllum árið 1937.