Hlaðvarp Gljúfrasteins

Með Laxness á heilanum er hlaðvarpssería á vegum Gljúfrasteins. Í þáttunum er rætt við fólk sem er hugfangið af verkum Halldórs Laxness og hugmynum hans um líf og tilveru. Umsjónarkona er Margrét Marteinsdóttir. Upphafs- og lokalag þáttanna útsetti Sigrún Jónsdóttir, tónskáld en það er tilbrigði við lag sem Halldór Laxness söng við ljóð sitt Maístjörnuna í viðtali við Pétur Pétursson á Gljúfrasteini árið 1987.