Staðsetning Gljúfrasteins

Gljúfrasteinn er á leiðinni til Þingvalla  í Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Um 20 mínútur tekur að aka frá Reykjavik að Gljúfrasteini.

Með strætó
Hægt er að taka strætisvagn að Laxnesi í Mosfellsdal og ganga þaðan að Gljúfrasteini. Athugið að ekið er með fólk í leigubíl frá strætisvagnastoppustöðinni við Háholt í Mosfellsbæ upp í Mosfellsdal. Fólk þarf að hringja í s. 588 5522 klukkutíma fyrir áætlaðan brottfarartíma samkvæmt tímatöflu strætó. Bent er á vefinn www.straeto.is og leið 15.

Leigubíllinn frá strætisvagnastoppistöðinni í Mosfellsbæ og inn í Mosfellsdal gengur eftir þessari tímatöflu:
Mán-fös frá Háholti í Mosfellsbæ að Laxnesi
12:16   16:16   18:16   20:45   22:44
Mán- Fös frá Laxnesi að Háholti
12:24   16:24   18:24   20:53   22:53
Laugardaga frá Háholti
9:00     12:20   16:20   20:45   22:45
Sunnudaga og helgidaga frá Háholti
12:45   16:45   20:45   22:45


View Larger Map