Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í móttökuhúsinu og á fyrstu hæð hússins. Ekki er hjólastólaaðgengi upp á aðra hæð. Þess ber að geta að Gljúfrasteinn var byggður árið 1945 og því eru þröskuldar í húsinu. Hægt er að aka alveg heim í hlaðið.

Hér má sjá þrívíddarmyndir af Gljúfrasteini, bæði fyrstu og annarri hæð.