Ritverk

Skáldið virðir fyrir sér höfundarverk sitt á bókasýningu á Kornhlöðuloftinu í októbermánuði 1989 þegar 70 ár voru liðin frá útkomu fyrstu bókarinnar, Barns náttúrunnar.

Ritsafn Halldórs Laxness er mikið að vöxtum og ber vott um ótrúleg afköst skáldsins. Skáldsögurnar einar telja á níundu milljón tölvubæta og eru þá ótalin leikrit og greinasöfn. Til samanburðar má geta þess að allar Íslendingasögurnar eru rúm fimm milljón bæti.