Vestfirsk peysa

Vestfirsk peysa eftir Auði Sveinsdóttur, uppskrift sem birtist í ársriti Heimilisiðnaðarfélagsins Hug og hendi árið 1977.

Í ársriti Heimilisiðnaðarfélagsins Hug og hendi birtist árið 1977 uppskrift Auðar að peysu prjónaðri eftir vestfirskum vettlingum. Munstur vestfirskra laufaviðarvettlinga þekkja margir en eins og segir í inngangi Auðar að uppskriftinni voru þeir „ýmist hvítir eða mórauðir með svörtum brugðningum og marglitum kaflabekkjum; einum eða tveim breiðustum, laufaviðarbekkjum, og totan ævinlega svört.“ Í peysunni notar Auður þessa sömu litasamsetningu og hið alþekkta munstur en í sama blaði birtist eftir hana önnur uppskrift að peysu þar sem munstur áttablaðarósarinnar er notað á nýstárlegan hátt.