Margmiðlunarsýning

Ævi og verkum Halldórs Laxness eru gerð góð skil í máli og myndum í margmiðlunarsýningu í móttökuhúsinu. Þar geta gestir sjálfir kynnst skáldinu frá vöggu til grafar og skoðað sýninguna sem er á snertiskjá. Saga Halldórs er samofin sögu 20. aldarinnar og er því einnig brugðið upp svipmyndum úr sögu Íslands og umheimsins. Fjöldi ljósmynda og kvikmynda er notaður í sýningunni sem er aðgengileg á gagnvirkum snertiskjá á íslensku, ensku og sænsku. Heimir Pálsson og Kristinn Jóhannesson skrifuðu handrit að margmiðlunarsýningunni en fyrirtækið Gagarín bar ábyrgð á framleiðslunni, sá um hönnun og uppsetningu margmiðlunarefnisins.