Laxnesshátíð

Halldór Guðjónsson eins árs eða tveggja ára.

Í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldórs Laxness en Halldór var fæddur þann 23. apríl 1902. Í tilefni afmælisins eru ýmsir atburðir á döfinni, þar á meðal kvikmyndahátíðin Laxness í lifandi myndum í Bíó Paradís, sýningin Bernska skálds í byrjun aldar á Landsbókasafni, gönguferðir og tónleikar Kammerkórs Norðurlands í Hörpu.

21. apríl 2012 Borgargangan Í fótspor skáldsins
Gönguferðin hefst við Laugaveg 32 kl. 11 og er í samvinnu við Vinafélag Gljúfrasteins. Leiðsögumaður er Pétur Ármannsson arkitekt.

22. apríl 2012 Úr ljóðum Laxness
Kammerkór Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar verður í Hörpu með tónleika kl. 20.00.

23. apríl 2012 Bernska skálds í byrjun aldar
Formleg opnun á sýningu í Þjóðarbókhlöðunni sem stendur fram í september.

23. – 28. apríl Laxness í lifandi myndum
Laxnesskvikmyndavika í samvinnu við Bíó Paradís og RÚV. 

1. maí Útgáfutónleikar Tómasar R. Einarssonar
kl. 16.00 og 18.00 á Gljúfrasteini. Útgáfutónleikar á diski Tómasar R og félaga sem heitir Laxness.

6. maí Gönguferð í Mosfellsdalnum
Ferðafélag Íslands og Vinafélag Gljúfrasteins standa fyrir gönguferð í Mosfellsdal sem hefst kl. 10.