Halldór Laxness var mikill smekkmaður á fallega hönnun og voru bílar í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Halldór eignaðist Jagúar árgerð 1968 og átti hann þar til Sigríður dóttir hans fékk bílinn.
Jóhann Gíslason tannlæknir keypti síðan Jagúarinn 1981 og lét gera hann upp. Þegar ríkið keypti Gljúfrastein var ákveðið að safnið myndi eignast bílinn og stendur hann í hlaðinu yfir sumartímann.