Stofutónleikaröð 2017

JÚNÍ

4. júní - Strengjakvartettinn Siggi leikur verk eftir J.S. Bach og John Cage.
11. júní - Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar flytja vel valin lög úr Skilaboðaskjóðunni.
18. júní - Davíð Þór Jónsson sest við flygilinn og framkvæmir einstakan hljómabræðing ásamt Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni kontrabassaleikara.
25. júní - Leif Kristján er nýútskrifaður úr meistaranámi við LHÍ þar sem hann tengdi rannsóknir á persónuleikum við eigin tónsmíðar. Verkefnið snýst um að semja og flytja verk út frá persónuleikum fólks til að fá áheyrendur til að hlusta öðruvísi á tónlist en það er vant að gera. Leif Kristján mun flytja nokkur þessara persónuleikaverka ásamt Heiði Láru Bjarnadóttur og Agnesi Eyju Gunnarsdóttur.

JÚLÍ

2. júlí - Tómas R. Einarsson flytur eigin lög við ljóð Halldórs Laxness í bland við vinsæl lög úr hans ríkulega lagasafni. Sigríður Thorlacius mun ljá lögunum rödd sína með Tómasi á kontrabassann og Gunnar Gunnarsson við flygilinn.
9. júlí - Bryndís Jakobsdóttir flytur nýtt efni og henni til fulltingis verður Sigurður Guðmundsson á píanó.
16. júlí - Dúó Atlantica er skipað mezzósópransöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og spænska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui. Á tónleikunum Hvert örstutt spor munu þau flytja íslensk þjóðlög og sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Hauk Tómasson og þau sjálf.
23. júlí - Tvíburasysturnar Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur munu syngja og leika saman á selló, píanó og gítar lög eftir ástsæl tónskáld í bland við eigin tónlist. Þær fást báðar við tónlistasköpun en það er sjaldgæft tækifæri að hlýða á þær leika saman.
30. júlí - Andrés Þór og Agnar Már leiða saman hesta sína og leika ný lög úr eigin ranni auk ýmissa húsgagna jazzbókmenntanna.

ÁGÚST

6. ágúst - Elmar Gilbertsson, Guðrún Ingimarsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir standa fyrir tónleikum með yfirskriftinni Leikhúsperlur  þar sem má m.a. heyra lög úr leikverkum eftir Emil Thoroddsen, Atla Heimi Sveinsson, Jón Àsgeirsson og Jón Múla Àrnason.
13. ágúst - Kvartettinn Kurr samanstendur af þeim Valgerði Guðnadóttur, söngkonu, Helgu    Laufeyju Finnbogadóttur, píanó, Guðjóni Steinari Þorlákssyni, kontrabassa og Erik Qvick, slagverk. Þau munu leika íslenskar dægurperlur, tangóa og jazzsönglög í eigin útsetningum. 

20. ágúst - Quartetto a muoversi er nýr kvartett skipaður Björk Níelsdóttur sópransöngkonu,  Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara, Grími Helgasyni, klarínettuleikara og Svani Vilbergssyni gítarleikara. Leikin verður tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Gísla J. Grétarsson, Jón Nordal, Elínu Gunnlaugsdóttur auk frumflutnings á verki eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur.
27. ágúst - Sóley flytur lög af nýjustu plötu sinni, Endless Summer, í bland við gömul lög. Meðleikarar hennar verða Albert Finnbogason á bassa og Katrín Helga Andrésdóttir á hljómborð.