Stofutónleikaröð 2022

Stofutónleikar eru alltaf kl. 16:00 og er aðgangseyrir 3.500 kr.


JÚNÍ
5. júní
Mugison syngur inn sumarið í stofunni þar sem andi skáldsins mun svífa yfir vötnum. 
12. júní Vinirnir og tónlistarfólkið Salóme Katrín og Bjarni Daníel leika gömul lög og ný úr fórum hvort annars. 
19. júní Vigdís Hafliðadóttir og Baldvin Hlynsson flytja sænskar vísur með íslenskum og sænskum textum. 
26. júní Magnea Tómasdóttir, Kjartan Guðnason og Kjartan Valdemarsson flytja „Sönglög með nýjum blæ“. 
 
JÚLÍ
3. júlí
Leik- og söngkonan Katrín Halldóra ásamt Hirti Ingva Jóhannssyni, píanóleikara. 
10. júlí Dísella Lárusdóttir, sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó. 
17. júlí „Í stundareilífð eina sumarnótt“ – Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Valgeir Daði Einarsson flytja hugljúf söng- og þjóðlög. 
24. júlí Sólborg Valdimarsdóttir og Júlía Traustadóttir flytja sönglög við ljóð Halldórs Laxness og Þórarins Eldjárns. 
31. júlí Sigrún Jónsdóttir þræðir mörk þess tilraunakennda og þess hefðbundna með sérstæðum hljóðheimi sínum. 
 
ÁGÚST
7. ágúst
Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar flytja lög úr sýningunni „Ó, María“ sem leikfélagið setti upp í vor 2022. 
14. ágúst Herdís Anna Jónasdóttir, sópran og Bjarni Frímann Bjarnason, píanó. 
21. ágúst Kristjana Stefánsdóttir og Tómas Jónsson leika jazz standarda að hætti hússins.
28. ágúst Davíð Þór Jónsson lokar sumardagskrá Gljúfrasteins 2022, við flygilinn að sjálfsögðu.