Halldór um tónlist

Halldór lærði á píanó í æsku. Það síðasta sem Halldór gerði á heimilinu áður en hann fór á sjúkrahús á tíræðisaldri var að spila á flygilinn.

Tónlist skipti Halldór Laxness miklu máli frá fyrstu tíð. Bæði ritaði hann um tónlist af ýmsum tilefnum og eins lék hann á píanó, ekki síst verk Jóhanns Sebastíans Bach (1685-1750). Ef blaðamenn báðu hann um að velja eina bók til að hafa með sér á eyðieyju nefndi hann gjarnan Das wohltemperierte Klavier sem hefur að geyma nótur að 48 prelúdíum og fúgum eftir tónskáldið sem Halldór Laxness mat mest allra – Jóhann Sebastían Bach.

Hér á þessari síðu er hægt að lesa nokkrar greinar Halldórs í fullri lengd, og útdrætti og lýsingar á öðrum. Til þess að nálgast þessar greinar, smellið á krækjurnar hér fyrir neðan eða nýtið ykkur valmyndina hér að ofan.

 

  • „Meistari meistaranna“ er útdráttur úr og umfjöllun um greinar sem Halldór skrifaði um Bach: „Þrjú kristileg listaverk“ sem hann skrifaði árið 1943 og birtist árið 1946 í Sjálfsögðum hlutum og „Morgunhugleiðíngar um Bach" sem var prentuð árið 1965 í Upphafi mannúðarstefnu.
  • „Um þjóðlega tónlist“ er útdráttur úr grein sem Halldór skrifaði árið 1935 um tónlist Jóns Leifs og birtist árið 1937 í Dagleið á fjöllum.
  • „12 ára organisti og söngstjóri“ er tilvitnun í Halldór sem finna má í  bók sem Ólafur Ragnarsson skrifaði um Halldór, Líf í skáldskap, og gefin var út árið 2002.