KK á Gljúfrasteini

Verið velkomin á einstaka tónleika með engum öðrum en Kristjáni Kristjánssyni (KK) næstkomandi sunnudag, 11. ágúst, á Gljúfrasteini kl 16:00. 

 

KK þarf vart að kynna en lög hans eru einkennandi fyrir sumarið á Íslandi. Þar má nefna lög eins og Vegbúinn, Hafðu engar áhyggjur, Lucky one, Kærleikur og tími, Þjóðvegur 66 og Bein leið.  

 

Kristján Kristjánsson (KK) fæddist við upptök Mississippi árinnar í Minneapolis, Minneasota árið 1956 en fluttist 10 ára til Íslands. Hann lærði á gítar í Reykjavík sem barn og varð þátttakandi í íslensku blúsbyltingunni á áttunda áratugnum þegar hann lék með Blús Kompaníinu á munnhörpu. Árið 1977 fluttist hann til Svíþjóðar þar sem hann gekk í tónlistar lýðháskóla og Musikhögskolan i Pitea og Malmö. Hannn kom heim árið 1990 og hefur búið hér síðan. 

 

KK hefur á ferli sínum unnið til yfir tuttugu gull og platínuverðlauna fyrir tónlist sína. Hann hefur einnig samið og spilað tónlist fyrir fjölda leiksýninga og kvikmynda.  

 

Miðasala fer fram í anddyri safnsins og aðgangseyrir er 3500 kr. Öll velkomin. 

Til baka í viðburði