Girni og stál

Dúóið Girni og Stál var stofnað árið 2024 af Sólveigu Steinþórsdóttur fiðluleikara og Geirþrúði Önnu Guðmundsdóttur sellóleikara.

Dúóið hefur einstaka sérstöðu þar sem það blandar saman flutningi á barokkverkum á upprunahljóðfæri og eftirlætisverkum fiðlu- og sellóbókmenntanna á nútímahljóðfæri. Á þessum tónleikum verða leikin verk eftir J.S. Bach og Philippe Hersant.

 
Geirþrúður og Sólveig hafa leikið saman í yfir 10 ár, síðan þær voru nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Saman hafa þær spilað í öllum hugsanlegum hljóðfærasamsetningum, frá dúóum og tríóum uppí sextetta og kammersveitir.

Við hlökkum til að njóta með ykkur í stofunni á Gljúfrasteini næsta sunnudag kl. 16:00! Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.  

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag GljúfrasteinsStofutónleikar eru haldnir alla sunnudaga á sumrin.

Til baka í viðburði