Ritverk

Ritsafn Halldórs Laxness er mikið að vöxtum og ber vott um ótrúleg afköst skáldsins. Skáldsögurnar einar telja á níundu milljón tölvubæta og eru þá ótalin leikrit og greinasöfn. Til samanburðar má geta þess að allar Íslendingasögurnar eru rúm fimm milljón bæti.

image description

Smásögur

Halldór Laxness sendi frá sér fjögur smásagnasöfn á fjögurra áratuga tímabili.Fyrsta safnið, Nokkrar sögur, kom út árið 1923, Fótatak manna 1933 og Sjö töframenn 1942. Þessum þremur bókum var steypt saman í eitt bindi, Þætti, árið 1954. Sjöstafakverið var síðan gefið út 1964. Það er heildstæðasta smásagnasafn skáldsins, enda hugsað sem ein heild.

Lesa meira
image description
1980

Grikklandsárið

Grikklandsárið (1980) er fjórði og síðasti hluti endurminningabóka Halldórs Laxness en hinar eru Í túninu heima (1975), Úngur eg var (1976) og Sjömeistarasagan (1978).

Lesa meira
image description
1978

Sjömeistarasagan

Sjömeistarasagan kom út árið 1978 og er þriðja bindi minningasagna Halldórs Laxness.Hinar eru Í túninu heima (1975), Úngur eg var (1976) og Grikklandsárið (1980).

Lesa meira
image description
1976

Úngur eg var

Úngur eg var (1976) er annað bindi minningasagna Halldórs Laxness sem út komu á árunum 1975-80.

Lesa meira
image description
1975

Í túninu heima

Í túninu heima er fyrsta minningaskáldsaga Halldórs Laxness af fjórum en þær komu út á árunum 1975-80.Hinar eru Úngur eg var (1976), Sjömeistarasagan (1978) og Grikklandsárið (1980). Bálknum lýkur þegar hann stendur á tvítugu. Í túninu heima fjallar um fyrstu tólf árin í lífi Halldórs. Hann lýsir atburðum og aðstæðum sem leiða til þess að hann tekur þá ákvörðun að verða rithöfundur - eða öllu heldur hvernig örlögin réðu því hlutskipti hans. Hann horfir á bernskuna sem fullorðinn rithöfundur og í sögunni er enginn atburður eða staður svo lítilsverður að hann sé ekki frásagnarverður.
 

Lesa meira
image description
1972

Guðsgjafaþula

Guðsgjafaþula kom út árið 1972 þegar Halldór Laxness stóð á sjötugu og með henni lauk hann ferli sínum sem skáldsagnahöfundur. Hann átti aðeins eftir að rita minningasögur sínar fjórar, auk ritgerða.

Lesa meira
image description
1970

Innansveitarkronika

Innansveitarkronika kom út árið 1970 og er næstsíðasta skáldsaga Halldórs Laxness.Sagan gerist í Mosfellsdalnum þar sem hann ólst upp. Hann nýtir sér raunverulega atburði sem gerðust frá 1880 og fram á fimmta áratuginn og spinnur sögu í kringum kostulegar deilur sóknarbarna um kirkjubyggingu.

Lesa meira
image description
1968

Árið 1968 sendi Halldór Laxness frá sér Kristnihald undir Jökli en þá voru átta ár liðin frá útkomu síðustu skáldsögu hans, Paradísarheimtar.

Lesa meira
image description
1963

Skáldatími

Árið 1963 kom Halldór Laxness dyggum lesendum sínum mjög í opna skjöldu með bók sinni Skáldatíma. Hún er þekktust fyrir það uppgjör skáldsins sem þar fer fram við Stalín og kommúnismann. 

Lesa meira
image description
1960

Paradísarheimt

Paradísarheimt kom út samtímis á Íslandi og í Svíþjóð árið 1960. Síðar sama ár var hún gefin út í Danmörku og Noregi og árið 1962 í Bretlandi og Bandaríkjunum

Lesa meira
image description
1957

Brekkukotsannáll

Brekkukotsannáll kom út árið 1957, tveimur árum eftir að Halldór Laxness hafði veitt Nóbelsverðlaununum í bókmenntum viðtöku, mestu alþjóðlegu viðurkenningu sem rithöfundi getur hlotnast.

Lesa meira
image description
1952

Gerpla

…Árið 1952 kom Gerpla út og olli hún miklu fjaðrafoki þar sem með henni réðst Halldór Laxness í það stórvirki að skrifa „Íslendingasögu".

Lesa meira
image description
1948

Atómstöðin

Atómstöðin var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948 enda fjallaði hún um mikið hitamál í íslensku samfélagi.

Lesa meira
image description
1943-46

Íslandsklukkan kom út í þremur hlutum á árunum 1943-46 er Ísland var að öðlast sjálfstæði undan Dönum og kvað hér við nýjan tón á ferli Halldórs Laxness.

Lesa meira
image description
1937-40

Heimsljós var gefið út í fjórum hlutum á árunum 1937-40. Ljós heimsins, sem síðar hlaut nafnið Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins, kom fyrst, síðan Höll sumarlandsins, þá Hús skáldsins og loks Fegurð himinsins

Lesa meira
image description
1934

Sjálfstætt fólk

Sjálfstætt fólk, sem út kom 1934-35, er líklega sú bók Halldórs Laxness sem borið hefur hróður hans víðast. Hún var meðal annars bók mánaðarins í stærsta bókaklúbbi Bandaríkjanna árið 1946 og seldist hálf milljón eintaka af verkinu á aðeins tveimur vikum. Þegar sagan var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síðar árið 1997 sagði gagnrýnandi Washington Post í lok afar lofsamlegs dóms að þetta væru „gleðilegir endurfundir".

Lesa meira
image description
1931-1932

Salka Valka

Salka Valka kom út í tveimur hlutum 1931 - 1932 og markar tímamót á ferli Halldórs Laxness í að minnsta kosti tvenns konar skilningi. Hún er fyrsta þjóðfélagslega skáldsaga hans og ruddi honum auk þess braut á erlendan bókamarkað.

Lesa meira
image description
1930

Kvæðakver

Halldór Laxness sendi árið 1930 frá sér Kvæðakver en síðar var aukið við það ljóðum sem birst höfðu í skáldsögum hans.

Mörg ljóða hans hafa öðlast sjálfsætt líf með þjóðinni eftir að ýmis af þekktustu tónskáldum þjóðarinnar hafa tónsett þau. Nægir þar að nefna Maístjörnuna sem eignuð er Ólafi Kárasyni í Heimsljósi og Jón Ásgeirsson samdi vinsælt lag við.

Lesa meira
image description
1927

Vefarinn mikli frá Kasmír

Vefarinn mikli frá Kasmír kom út árið 1927 og er talinn marka upphaf íslenskra nútímabókmennta. Um þá bók sagði Kristján Albertsson í frægum ritdómi í tímaritinu Vöku: „Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenzkrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára! Ísland hefir eignazt nýtt stórskáld - það er blátt áfram skylda vor að viðurkenna það með fögnuði."

Lesa meira
image description
1924

Undir Helgahnúk

Það vekur athygli við bókina að henni fylgir nokkuð ýtarlegur inngangur um Snjólf Ásgrímsson og Kjartan Einarsson sem Halldór kallar útdrátt úr heilli bók. „Sú bók hefur annars verið látin í drögum, og mun ekki koma fyrir almenníngssjónir í heild," segir í formála bókarinnar. Þá nefnir hann í formálanum að til sé í drögum önnur bók um Atla Kjartansson, son Kjartans Einarssonar, en óvíst sé hvort unnið verði úr þeim frekar. Af því varð raunar ekki.

Lesa meira
image description
1919

Barn náttúrunnar

Barn náttúrunnar segir frá náttúrubarninu Huldu og heimsmanninum Randveri sem leitar lífshamingjunnar í fábrotnu lífi bóndans. Óbeisluð og eigingjörn lífsskoðun Huldu tekst á við þrá Randvers eftir einföldu en iðjusömu lífi og sagan fjallar á þann hátt „um siðferðilegan grundvöll mannlífsins", eins og Halldór ritaði í formála að sögunni árið 1964. Sagan er rómantísk og boðskapurinn einfaldur en sterkur - maðurinn á að rækta garðinn sinn í sveita síns andlits og njóta ávaxtanna.

Lesa meira
image description