Þýðingar

Halldór Laxness ætlaði sér snemma að hasla sér völl á erlendum bókamarkaði. Hann varði miklum tíma með Magnúsi Á. Árnasyni í Bandaríkjunum í lok þriðja áratugarins við að þýða Vefarann mikla frá Kasmír á ensku en ekkert varð úr útgáfu. Það var ekki fyrr en Gunnar Gunnarsson, sem þá stóð á hátindi ferils síns í Danmörku, þýddi Sölku Völku á dönsku árið 1934 að eitthvað fór að gerast.