Þar verða rómantíkin og fegurðin í fyrirrúmi, í bland við virtúósitet. Á tónleikunum verða leikin verk eftir Sarasate, Fauré, Albeniz, Montgomery og fleiri.
Páll Palomares er einn fremsti fiðluleikari landsins. Hann er einn af leiðurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið áberandi í tónlistarlífi landsins síðustu ár, bæði í hljómsveitinni, sem einleikari og í kammermúsík. Erna Vala er ein af mest spennandi píanóleikurum ungu kynslóðarinnar en hún hefur unnið til fjölda verðlauna hérlendis og erlendis og komið víða fram á Íslandi. Hún er stofnandi tónlistarhátíðarinnar Seiglu, sem fram fer í Hörpu.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins.
Stofutónleikar eru haldnir alla sunnudaga á sumrin.