Verið velkomin á síðustu stofutónleika sumarsins á Gljúfrasteini!
Fram koma Benedikt Kristjánsson tenór og Mathias Halvorsen píanóleikari. Þeir hafa á síðustu árum flutt stærstu ljóðaflokka Schuberts; Malarastúlkuna fögru og Vetrarferðina, í Salnum í Kópavogi og hlotið góðar undirtektir fyrir. Báðir starfa þeir bæði hérlendis og erlendis sem einleikarar á sínu sviði. Nú færa þeir sig yfir í Robert Schumann í fyrsta sinn, og flytja ljóðaflokk opus. 35 við ljóð Justinus Kerner.
Við hlökkum til að njóta með ykkur í stofunni á Gljúfrasteini næsta sunnudag 25. ágúst, kl. 16:00! Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins. Stofutónleikar eru haldnir alla sunnudaga á sumrin.