Bæjarhátíðin Í túninu heima

Í túninu heima er árlegur viðburður og oft margt um manninn í Mosfellsdal þessa helgi. Sjáumst á Gljúfrasteini.

Nú líður senn að árlegu bæjarhátíðinni Í túninu heima, en hún fer fram dagana 28. ág­úst – 1. sept­em­ber. Að venju er boðið upp á fjöl­breytt­a menn­ing­ar­við­burð­i, til að mynda tón­leik­a, mynd­listar­sýn­ing­ar, útimark­að­i og íþrótta­við­burð­i svo fátt eitt sé nefnt. 

Gljúfrasteinn tekur að sjálfsögðu þátt í hátíðinni og opnar dyr safnsins upp á gátt helgina 31. ágúst – 1. sept­em­ber. Frítt verður inn á safnið þessa helgi og plata á fóninum.  

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest kæru Mosfellingar og aðrir gestir.  

Til baka í viðburði