Ný fiðla vígð á lokatónleikum Gljúfrasteins sumarið 2007

Guðný Guðmundsdóttir, fiðla

Sunnudaginn 26. ágúst voru síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins haldnir sumarið 2007. Á þessum lokatónleikum fluttu Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari verk eftir Ludwig van Beethoven og fiðlusnillinginn Fritz Kreisler.

Auk þess að vera lokatónleikar sumarsins á Gljúfrasteini mörkuðu tónleikarnir önnur tímamót því á þeim vígði Guðný Guðmundsdóttir nýja fiðlu. Fiðlan er smíðuð á Íslandi, nánar tiltekið í Ingólfsstrætinu í Reykjavík af fiðlusmiðnum Hans Jóhannssyni í maí og júní síðastliðnum.

Efnisskrá:

Ludwig van Beethoven:

1. Sónata  í D-dúr Op. 12 nr. 1 (Samin árin 1797/98 og tileinkuð Antonio Salieri)
Allegro con brio
Tema con Vriazioni-Andante con moto
Rondo-Allegro

Frits Kreisler:

Preludium og Allegro (Pugnani)