Bach, Beethoven og Brahms í stofunni á Gljúfrasteini

Peter Máté, píanó

Þann 19. ágúst 2007 lék Peter Máté verk eftir Bach, Beethoven og Brahms á stofutónleikum Gljúfrasteins.

Peter Máté er fæddur  í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová  í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og  kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum.

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach

Prelúdía og fúga í cís-moll  BWV 873

Ludwig van Beethoven

Sónata (quasi una Fantasia) í cís-moll  Op.27.nr.2
Adagio sostenuto
Allegretto
Presto agitato

Johannes Brahms

Intermezzo í cís-moll  Op.117 nr.3