Ljúfir og ómstríðir tónar á Gljúfrasteini

Hljómsveitin Þoka

Næstkomandi sunnudag mun hljómsveitin Þoka koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins og munu þau leika tónlist úr eigin ranni. Tónlist þeirra mætti kalla dægurlög með þjóðlaga- og jazzívafi. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem hljomsveitin leikur lag sitt Kveðja, sem þau léku einnig á Músíktilraunum.

Tríóið Þoka var stofnað í ársbyrjun 2012, síðan þá hefur sveitin lent í 2. sæti Músiktilrauna, troðið upp á Airwaves sem og víða um landið. Þoka hefur fengið mikið lof fyrir persónulegan og tilfinningaríkan flutning á sinni tónlist. Fyrsta plata sveitarinnar er væntanleg á þessu ári.

http://youtu.be/OoFTIO0Z7f8