Djassperlur og frumsamið efni í flutningi Duo Nor á Gljúfrasteini

Duo Nor, Ómar Einarsson og Jakob Hagedorn Olsen, gítarar

Dúettinn Duo Nor skipa þeir Ómar Einarsson og Jakob Hagedorn-Olsen. Dúettinn flutti frumsamið efni og þekktar djassperlur, undir áhrifum latín- og sveiflu stíls í útsetningum fyrir tvo klassíska gítara á stofutónleikum Gljúfrasteins.

Ómar Einarsson nam bæði klassískan gítar og djassgítarleik við djassdeild FÍH og lauk þaðan prófi árið 1990. Hann hefur sótt námskeið vestanhafs, m.a. hjá John Abercrombi. Einnig hefur hann leikið með fjölmörgum af kunnustu djassleikurum hér á landi.

Jakob Hagedorn-Olsen er menntaður gítarleikari og kennari frá Det kongelige danske musikkonservatorium og Det fynske musikkonservatorium, hann lauk prófi 1986. Jakob fluttist til Íslands 1996 og nam djassgítarleik hér á landi við FÍH.

Samstarf  Ómars og Jakobs hófst árið 2001 og hefur dúettinn komið víða fram, meðal annars á Menningarnótt í Reykjavík og Djasshátíð. Stíll Duo Nor er latin og swing-djass en einnig heyrast áhrif frá klassískri tónlist, enda er bakgrunnur beggja um margt líkur, báðir spila djass og klassík jöfnum höndum.

Duo Nor gaf út sinn fyrsta hljómdisk með eigin verkum árið 2005.

Efnisskrá:

Jakob Hagedorn-Olsen

Morgunbirta

Errol Garner

Misty

Dave Brubeck

In your own sweet way

Harry Warren

There will never be another you

Toots Thielemans

Bluesette

Ómar Einarsson

4 Way Close