Gershwin á Gljúfrasteini

Hulda Björk Garðarsdóttir, söngur, Kjartan Valdemarsson, píanó, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, og Ólafur Stolzenwald, kontrabassi

Sunnudaginn 6.júní 2010 voru fyrstu stofutónleikar sumarsins haldnir. Þá heimsóttu Hulda Björk Garðarsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur E. Stolzenwald Gljúfrastein og fluttu nokkur vel valin Gershwin lög. Þau mættust á miðri leið í tónlist hans, þar sem klassískur og jazzaður bakgrunnur þeirra kemur saman. Fyrir ári síðan spiluðu þau í fyrsta sinn saman á stofutónleikum Listahátíðar Reykjavíkur og eru full tilhlökkunar að telja inn í stofustemninguna á Gljúfrasteini.

Hulda Björk Garðarsdóttir - söngur
Kjartan Valdemarsson - píanó
Ásgeir Ásgeirsson - gítar
Ólafur E. Stolzenwald – kontrabassi

Efnisskrá:

George and Ira Gershwin:

But not for me
Someone to watch over me
I got Rhythm
They can´t take that away from me
I love's you porgy
Blah blah blah