Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Á Gljúfrasteini höldum við alþjóðlega safnadaginn hátíðlegan. Í ár er þema dagsins: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Opið verður frá kl. 10 – 16 og frítt inn í tilefni dagsins. Gestir fá tækifæri til að hitta starfsfólk safnsins og fræðast og upplifa.  

Boðið verður upp á leiðsögn kl. 14 með sérstaka áherslu á Auði Sveinsdóttur og Erlend Guðmundsson í Unuhúsi.

Á Gljúfrasteini höldum við alþjóðlega safnadaginn hátíðlegan. Í ár er þema dagsins: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna. Opið verður frá kl. 10 – 16 og frítt inn í tilefni dagsins. Gestir fá tækifæri til að hitta starfsfólk safnsins og fræðast og upplifa.  

Boðið verður upp á leiðsögn kl. 14 með sérstaka áherslu á Auði Sveinsdóttur og Erlend í Unuhúsi. Þau sinntu bæði ýmsum störfum fyrir skáldið og voru eins konar gestgjafar í hans lífi. Auður var alla tíð gestgjafi á Gljúfrasteini og tók á móti innlendum og erlendum opinberum gestum. 

Erlendur var gestgjafi í Unuhúsi, þangað sem Halldór kom ungur að aldri og sótti og naut margvíslegrar aðstoðar frá Erlendi. Í móttöku Gljúfrasteins er sýning sem er tileinkuð Erlendi og ber yfirskriftina ,,En honum á ég allt að þakka”. Sunneva Kristín Sigurðardóttir mun fjalla um Erlend en Guðný Dóra Gestsdóttir um Auði Laxness.  

Leiðsögnin hefst kl. 14:00 og frítt er inn. Öll velkomin. 

Til baka í viðburði