”Nú vil ég bara láta bjóða mér”: Ósýnileg vinna og sjálfboðastörf vinstri kvenna í kalda stríðinu.
Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur fjallar um ósýnilega vinnu vinstri kvenna og sjálfboðastörf þeirra í tengslum við félagsstarf sósíalista í fyrri hluta kalda stríðsins laugardaginn 27. apríl kl. 14. Sérstaklega verður horft til kvennanna Rannveigar Kristjánsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur, Auðar Laxness og Þóru Vigfúsdóttur en tvær hinar síðastnefndu lögðu mikið á sig við móttöku erlendra gesta í kalda stríðinu. Heimili Auðar og Halldórs Laxness á Gljúfrasteini lék þarna stórt hlutverk en einnig verða til umfjöllunar fleiri rými þar sem konur létu til sín taka í félagslífi og útgáfustarfi sósíalista.
Til baka í viðburði