Vordagskrá á Gljúfrasteini heldur áfram laugardaginn 25. maí kl. 14 með leiðsögn Birtu Fróðadóttur. Birta er starfandi arkitekt og lektor við arkitektúrdeild LHÍ og mun í leiðsögninni beina sjónum að tilurð hússins, hönnun þess og því sérstæða safni hönnunarhúsgagna og listaverka sem menningarheimilið Gljúfrasteinn býr yfir. Amma Birtu og alnafna var innanhússarkitekt og húsgagnasmiður frá Danmörku og naut Auður Laxness dyggrar aðstoðar hennar og vináttu við að skapa innviði hússins á eftirstríðsárunum.
Frítt er inn á viðburðinn. Velkomin.
Til baka í viðburði