„Laxness í lifandi myndum“ er yfirskrift kvikmyndahátíðar sem stendur frá 23. – 28. apríl 2012 í samvinnu við Bíó Paradís, Ríkisútvarpið og fleiri aðila. Þetta verður sannkölluð kvikmyndaveisla en sýndar verða myndir sem byggðar eru á verkum Halldórs Laxness. Myndirnar eru sumar kunnuglegar en aðrar hafa ekki sést lengi á Íslandi. Þetta er einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Meðal annars verður höfð til sýninga sænska kvikmyndin Salka Valka sem gerð var árið 1954. Einnig verður hægt að sjá sjónvarpsmyndina Brekkukotsannál sem sýnd var á RÚV árið 1973. Hún verður nú í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu og mun sjást í fyrsta skipti í lit, en hún var sýnd í svarthvítu á sínum tíma. Aðrar myndir sem verða til sýninga eru: Ungfrúin góða og húsið, Kristnihald undir Jökli, Silfurtunglið, Lilja, Atómstöðin og Paradísarheimt.
SÝNINGARTÍMAR:
MÁNUDAGUR 23. APRÍL:
18:00 BREKKUKOTSANNÁLL (Boðssýning, 145 mínútur stytt útgáfa)
20:00 UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ (100 mínútur)
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL
18:00 KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI (89 mínútur)
20:00 SALKA VALKA (126 mínútur)
MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL
17:30 SILFURTUNGLIÐ / LILJA (152 mínútur og 29 mínútur)
21:00 PARADÍSARHEIMT (185 mínútur stytt útgáfa)
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL
17:40 SALKA VALKA (126 mínútur)
20:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur)
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL
17:30 SILFURTUNGLIÐ / LILJA (152 mínútur og 29 mínútur)
20:00 PARADÍSARHEIMT (185 mínútur stytt útgáfa)
Frítt inn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins
LAUGARDAGUR 28. APRÍL
18:00 ATÓMSTÖÐIN (95 mínútur)
20:00 BREKKUKOTSANNÁLL (145 mínútur stytt útgáfa)
MIÐAVERÐ:
1.300 kr.
MIÐASALA:
MIDI.IS
Bíó Paradís (frá kl. 17.00)
HVERFISGATA 54
REYKJAVÍK
411 7711