Það verður falleg og fjölbreytt dagskrá í stofunni á Gljúfrasteini alla sunnudaga í sumar.
Fyrstu tónleikar sumarsins af þrettán eru sunnudaginn 3.júní þegar Megas kemur á Gljúfrastein en það er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika í stofunni í húsi skáldsins.
Síðan verða tónleikar alla sunnudaga í sumar klukkan 16.
Dagskrá stofutónleika á Gljúfrasteini sumarið 2018
,, ...þó hefur ekki komið sá dagur yfir mig að ég efaðist um yfirburði tónlistar yfir bókmenntir í því að tjá þá opinberun sem mannshugurinn hefur af alheiminum.
Ég heyri sjaldan svo vonda tónlist að hún segi mér ekki meira en talað orð."
Halldór Laxness í viðtali í Ríkisútvarpinu árið 1965.