Í tíð Auðar á Gljúfrasteini sinnti hún margvíslegum verkefnum – allt frá því að vera byggingarstjóri hússins árið 1945, taka á móti gestum, sinna heimilishaldinu og standa fyrir tónleikum. Gljúfrasteinn var menningarheimili og oft gestkvæmt hjá þeim hjónum. Eftir að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955 þótti viðeigandi að bjóða opinberum gestum í heimsókn til að hitta Nóbelsskáldið. Þannig var heimilið hálf opinbert sendiráð.