Viðburðir

18 rithöfundar lesa á Gljúfrasteini í desember

12.11 2019

Átján rithöfundar lesa upp úr nýjum skáldsögum sínum og ljóðabókum á aðventunni. Fyrsti upplesturinn verður sunnudaginn 1. desember klukkan 15.00, næsti viku síðar eða 8.desember, sá þriðji, 15.desember og sá síðasti er tveimur dögum fyrir jól eða sunnudaginn 22.desember. 

Aðgangur er ókeypis. 

Lesa meira

Einstakur vetrarviðburður Ragnars Kjartanssonar

18.10 2019

Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir halda, 10. nóvember næstkomandi, tónleika í stofunni á Gljúfrasteini. 

Lesa meira

Gljúfrasteinn og gönguferðir

14.10 2019

Það er ákaflega fallegt í Mosfellsdal þegar haustlitir skarta sínu fegursta. Þannig er það um þessar mundir og margt fólk sem nýtur þess að ganga um dalinn. Frá Gljúfrasteini er meðal annars góð gönguleið að Helgufossi.
 

Lesa meira

Í túninu heima - frítt inn laugardaginn 31. ágúst

26.08 2019

Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu upp á gátt og verður frítt inn í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima.  

Lesa meira

Magga Stína syngur í stofunni á Gljúfrasteini

12.08 2019

Magga Stína flytur úrval laga við ljóð Halldórs Laxness auk laga eftir Megas í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 18. ágúst kl. 16:00 

Lesa meira

Kabarett á Gljúfrasteini þann 11. ágúst

05.08 2019

Björk Níelsdóttir, söngkona og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari leiða saman hesta sína á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins þann 11. ágúst.

Lesa meira

Moses Hightower á Gljúfrasteini um verslunarmannahelgina

29.07 2019

Moses Hightower standa fyrir hljómþýðri stofustund af þeirra alkunnu snilld.

Lesa meira

Jóhann Kristinsson og Ammiel Bushakevitz á stofutónleikum 28. júlí

22.07 2019

Jóhann Kristinsson og Ammiel Bushakevitz flytja sönglög eftir Franz Schubert á stofutónleikum á Gljúfrasteini sunnudaginn 28. júlí kl. 16:00.

Lesa meira

Schola cantorum á stofutónleikum 21. júlí

15.07 2019

Schola cantorum kemur fram á næstu stofutónleikum sunnudaginn 21. júlí kl. 16. Þau munu flakka um lendur íslenskrar tónlistar þar sem dróttkvæði miðalda koma við sögu, veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar auk ljóða nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini.

Lesa meira