Safnanótt

Að tilefni Safnanætur föstudagskvöldið 2. febrúar ætluðum við á Gljúfrasteini að hafa opið fram á kvöld en vegna veðurs verðum við að aflýsa opnuninni. Bendum við gestum á fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar. 

Þá er líka hægt að orna sér við eldinn og rifja upp hlaðvarpsþætti safnsins frá árinu 2020 „Með Laxness á heilanum“ en þar var meðal annars rætt við Ragnar Kjartansson um Heimsljós, Elísabetu Jökulsdóttur um skáldið og tilfinningarnar og hinn þrettán ára Jökul Jónsson sem hefur lesið Barn náttúrunnar nokkrum sinnum.