Um safnið

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið en var opnað almenningi sem safn í september 2004.

Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn. (Brekkukotsannáll, 1957)

Halldór Laxness

Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1919 og þar með var hafinn glæstur rithöfundarferill er stóð næstu áratugi. Halldór dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.

100 ár Barn náttúrunnar 19192019

Lesa meira

Staðsetning

Gljúfrasteinn er á leiðinni til Þingvalla í Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Um 20 mínútur tekur að aka frá Reykjavik að Gljúfrasteini.

Hægt er að taka strætisvagn að Laxnesi í Mosfellsdal og ganga þaðan að Gljúfrasteini. Athugið að ekið er með fólk í leigubíl frá strætisvagnastoppustöðinni við Háholt í Mosfellsbæ upp í Mosfellsdal.

Upplýsingar um samgöngur