Haust á Gljúfrasteini

Haustlauf í ýmsum litum setja svip sinn á umhverfi Gljúfrasteins þessa dagana.

Og nú er krían farin, flæðarmálið dapurt einsog yndislegar hreyfíngar hennar hefðu aldrei átt sér stað. (Salka Valka, Fuglinn í fjörunni, 27. kafli)

Þótt flæðarmálið kunni að sjá eftir farfuglum sínum erum við á Gljúfrasteini komin í hressilegan haustgír. Lauf í ýmsum litum prýða Mosfellsdalinn og skólahópar eru byrjaðir að heimsækja safnið á nýjan leik. Þá leggja mörg leið sína upp að Helgufossi og njóta haustlitanna, en hér má sjá kort af gönguleiðum á svæðinu. 

Í október verður opið á safninu alla daga nema mánudaga milli kl. 10 og 16, en í nóvember breytist opnunartíminn aftur. Sjáumst á Gljúfrasteini. 


 

Til baka í viðburði