Snjórinn er horfinn úr hlaðinu á Gljúfrasteini, að minnsta kosti í bili. Sól hækkar á lofti og nýr opnunartími tekur gildi á safninu í mars, apríl og maí.
Frá og með 1. mars verður opið alla daga nema mánudaga kl. 10–16. Á döfinni eru ýmsir viðburðir og verða þeir auglýstir sérstaklega þegar nær dregur.
Hér má sjá kort af gönguleiðum í umhverfi Gljúfrasteins. Við minnum á bílastæðin við Jónstótt.
Nú er opið á safninu alla daga nema mánudaga.