Grikklandsárið (1980) er fjórði og síðasti hluti endurminningabóka Halldórs Laxness en hinar eru Í túninu heima (1975), Úngur eg var (1976) og Sjömeistarasagan (1978). Bókin fjallar um nítjánda árið í lífi höfundar og gerist árið 1920 eftir að skáldið hefur snúið heim úr dvöl sinni í Danmörku og Svíþjóð. Hún er þannig beint framhald af Úngur eg var. Söguhetjan er átján ára skáldsagnahöfundur sem stendur á krossgötum; höfundur á barmi þess að verða fullorðinn. Að baki eru verk bernskunnar, Barn náttúrunnar (1919) og nokkrar smásögur í dönskum blöðum. Framundan er leitin að fullkomnun í listinni. Í bókinni skilur Halldór Laxness við söguhetjuna á þessum tímamótum: sakleysi bernskunnar, sveitin og sagan eru að baki en við tekur harður heimur hins fulltíða manns, nútíminn og veröldin.
1980