Vel heppnuð kynning á íslenskum bókmenntum í Frankfurt

18/10 2011

Skáldið virðir fyrir sér höfundarverk sitt á bókasýningu á Kornhlöðuloftinu í októbermánuði 1989 þegar 70 ár voru liðin frá útkomu fyrstu bókarinnar, Barns náttúrunnar.

Bókasýningunni í Frankfurt lauk um helgina. Íslendingar voru heiðursgestir á sýningunni og fóru viðbrögð gesta fram úr björtustu vonum. Þýskur almenningur og útgefendur taka íslenskum bókmenntum opnum örmum og er líklegt að kynningin geti haft langtímaáhrif á sölu bóka íslenskra höfunda auk þess sem þetta var prýðis landkynning. Bækur Halldórs hafa lengi notið vinsælda í Þýskalandi og Þjóðverjar eru ötulir að heimsækja safnið.

Töluverð umfjöllun hefur verið um Ísland og bókmenntir í þýsku sjónvarpi í tengslum við sýninguna. Hér má sjá stutt viðtal á þýsku við Halldór Guðmundsson verkefnastjóra bókasýningarinnar fyrir Íslands hönd, þar sem hann heimsækir Gljúfrastein og ræðir um Halldór Laxness.