Ungfrúin góða og húsið eða Hvernig skal eyðileggja líf konu. Þannig hljómar titillinn á pistli Noru Gomringer, einu vinsælasta ungskáldi Þýskalands, en hún var lesandi mánaðarins hjá Sagenhaftes Island í desember síðastliðnum. Ísland er heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt sem stendur yfir núna dagana 12-16 október. Þetta er stærsta bókasýning og kaupstefna í heimi og sú langþekktasta. Þarna gefst einstakt tækifæri til að koma á framfæri bókmenningu Íslands en líka til að kynna íslenska menningu og listir almennt.
Flestar bækur Halldórs Laxness hafa verið þýddar á þýsku og hefur hann notið mikilla vinsælda þar í landi.