Tónleikasumarið fór vel af stað á Gljúfrasteini um helgina. Mugison lék fyrir fullu húsi og bauð sumarið velkomið með gítartónum og harmoníkuleik. Dagskráin var fjölbreytt og lék Mugison gamla slagara í bland við ný lög af væntanlegri plötu sinni. Þrátt fyrir svolitla rigningu yfirgáfu gestir safnið með sól í hjarta og bros á vör.
Næstu stofutónleikar verða sunnudaginn 12. júní þar sem Salóme Katrín og Bjarni Daníel leiða saman hesta sína. Tónleikar verða á safninu alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst kl. 16.00.
Hér má sjá dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins í heild sinni.