Daily Life at Gljúfrasteinn

Halldór við skrifborðið í vinnustofu sinni, skömmu eftir að Gljúfrasteinn var byggður.

Halldór og heimilishundur á Gljúfrasteini árið 1950.

Halldór í einni af gönguferðum sínum um Mosfellsdalinn árið 1950.

Halldór og hundurinn Lubbi við Köldukvísl árið 1950.

Halldór Laxness les í vinnustofu sinni árið 1950.

Á fimmta áratugnum gaf Ragnar Jónsson í Smára, útgefandi Halldórs, honum flygil. Flygilinn hafði Ragnar fundið í portinu í Austurbæjarskóla, skilinn eftir af breskum hermönnum sem höfðu haft bækistöðvar sínar í skólanum. Ragnar lét gera upp flygilinn og gaf Halldóri og Auði, og átti milligöngu fyrir því að fá erlent tónlistarfólk til að koma á Gljúfrastein og halda þar tónleika. Adolf Busch, þýskur fiðluleikari og tónskáld, og Rudolf Serkin, austurrískur píanóleikari, héldu fyrstu tónleikana sem haldnir voru á Gljúfrasteini sunnudaginn 29. september árið 1946. Halldór og Auður fengu fjölda stóla úr Trípólíbíó frá Ragnari í Smára til að geta tekið á móti öllum gestunum. Algengt var að þrjátíu til fimmtíu manns sóttu tónleika hjá þeim.

Halldór og Auður sitja ásamt tónleikagestum í kringum flygilinn í stofunni á Gljúfrasteini árið 1953 eftir tónleika armenska söngvarans P. Lisitsians, sem er fyrir miðju ásamt píanóleikaranum Tatjönu Nikolajevu. Á myndinni má sjá Þórberg Þórðarson lengst til hægri.

Armenski söngvarinn P. Lisitsians situr ásamt Auði við borðið í borðstofunni á Gljúfrasteini á tónleikum sem hann hélt þar árið 1953. Á myndinni má sjá Þórberg Þórðarson til hægri.

Gestir hafa það huggulegt í borðstofunni á Gljúfrasteini eftir að píanóleikarinn Tamara Gúséva hafði leikið á flygilinn. Hún er fyrir miðju á myndinni. Annar frá hægri er sellóleikarinn Mstislav Rostropovich, hann gleymdi sellóinu sínu á hótelinu svo hann lék ekki í stofunni á Gljúfrasteini. Auður var þekkt fyrir gestrisni og á tónleikunum var alltaf boðið upp á ríkulegar veitingar.

Gljúfrasteinn um 1955.

Gljúfrasteinn, Buick, um miðbik 6. áratugarins.

Sigriður Halldórsdóttir við steininn Gljúfrastein í kringum árið 1955.

Sigríður Halldórsdóttir, Gljúfrasteinn um 1955.

Sigríður Halldórsdóttir, Gljúfrasteinn, um 1955

Guðný Halldórsdóttir og Auður Sveinsdóttir Laxness á Gljúfrasteini um 1955

Halldór ásamt Sigríðiog Guðnýju á skrifstofunni á Gljúfrasteini.

Halldór og Auður ásamt Sigríði og Guðnýju í skrifstofunni á Gljúfrasteini.

Kjartan Júlíus Jónsson af Hraðastöðum og Sigríður Halldórsdóttir um 1956

Halldór tekur á móti Gústavi Adolf Svíakonung árið 1957. Tíminn sagði um heimsókn þessa: Skáldið heilsaði konungi kunnuglega, enda þegið úr hendi hans mestan heiður, þann er Íslendingi hefir hlotnast, síðan á söguöld, fyrir andleg störf.

Guðný og Sigríður Halldórsdætur og Lincoln bifreið Halldórs við Gljúfrastein.

Sigríður Halldórsdóttir í hlaðinu á Gljúfrasteini. Í bakgrunni myndarinnar má sjá bóndabæinn Laxnes. Án ártals

Halldóra Thoroddsen, Sigríður og Guðný Halldórsdóttir á Gljúfrasteini, í skrifstofu Halldórs. Án ártals.

Guðný Halldórsdóttir, Gljúfrasteinn, 1962

 

Sigriður Halldórsdóttir, Gljúfrasteinn, 1962

Sigríður og Guðný Halldórsdóttir í skrifstofunni á Gljúfrasteini. Án ártals.

Halldór Laxness í einni af mörgum gönguferðum sínum um Mosfellsdalinn.

Halldór og Auður taka á móti Karli Gústafi Svíakonungi og Sylvíu drottningu árið 1987. Á myndinni eru einnig frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, og Rannveig Jónsdóttir, barnabarn Halldórs og Auðar.

Auður og Halldór á göngu um dalinn veturinn 1988.

Halldór Laxness og Auður Sveinsdóttir.

Auður og Halldór skoða bækling frá þýska bókaforlaginu Steidl. Steidl hefur gefið út bækur Halldórs Laxness á þýsku um árabil og enn koma reglulega út nýjar þýðingar á verkum hans í Þýskalandi.

Halldór Laxness í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.

Halldór Laxness í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.

Auður sagði seinna að hann hefði alla tíð leikið mikið á píanó „en bara fyrir sig eða okkur“. Eitt af því síðasta sem Halldór gerði á heimilinu áður en hann fór á Reykjalund var að spila á flygilinn.

Auður og Halldór með yngsta barnabarn sitt, Halldóru Lenu, árið 1991.

Auður og Halldór spjalla í stofunni á Gljúfrasteini.