Breve

Bréf til móður sinnar frá Reykjavík árið 1919.

Bréf Halldórs frá Ítalíu til Erlends í Unuhúsi. Erlendur reyndist Halldóri góður vinur og sá um útgáfumál fyrir Halldór á meðan hann var erlendis.

Bréfasafn Erlends í Unuhúsi var opnað fræðimönnum í mars 2001. Þar finnast nokkur bréf frá Halldóri. Í þessu bréfi frá 1925 segir hann um Vefarann mikla frá Kasmír - Hér er um merkilegt ritverk að ræða.

Bréf Halldórs frá San Francisco til systur sinnar Helgu árið 1928. Móðir Halldórs ætlaði að selja Laxnes, og Halldór biður hér Helgu um að dálitlum skika verði haldið af jörðinni svo að hann geti byggt sér hús. "Ég sé að þið ætlið að selja jörðina og hef ég náttúrlega ekekrt við því að segja, en þó hefði ég viljað að þið hélduð eftir dálitlum skika í kring um gljúfrin og réttindum til að nota vatnsorkuna í fossinum. Vona annars fastlega, að þið hafið góða menn í ráðum með ykkur og hefði ég viljað stinga upp á Erlendi." Jörðin var þó öll seld, og þurfti Halldór að kaupa skikann þar sem Gljúfrasteinn reis til baka á fimmta áratugnum.

Bréf Halldórs til móður sinnar frá Los Angeles árið 1929. Þar talar hann um útgáfumál Vefarans mikla frá Kasmír í Bandaríkjunum og hjálp Uptons Sinclairs við bandaríska útgáfusamninga. Einnig talar hann í bréfinu um ofsóknir sem hann verður fyrir í Bandaríkjunum út af pólitískum skoðunum hans. "Auk þess er ég ekki allsendis hultur hér fyrir illmennum, enda þótt ég hafi að baki mér afar öflugan félagsskap hérlendra áhrifa- og merkismanna, hið svokallaða Félag Borgaralegs réttar. Ég talaði við lögmann minn í dag og sagði hann mér, að alt útlit væri fyrir að kærur þessara vestur-íslensku fúlmenna á hendur mér yrðu látnar niður falla, því það finst einginn grundvöllur fyrir þeim í neinum lögum, en sem er þeirra gerðin fyrir því og þeir hafa feingið því áorkað að vekja athygli yfirvaldanna á mér sem hættulegum manni, en hér í Ameriku ríkir í miklum mætti hið svokallaða "hvíta grimdaræði", og er því einkum beitt gegn frjálslyndum mönnum, sem hafa skoðanir, er fara í bága við áhugamál auðkýfínganna. Hér er mjög svipað ásatand [svo] og var í Rússlandi á keisaratímum."