Syng órónni vögguljóð - harpa, söngur og lúta

Tónlist frá tímum Williams Shakespeares sungin og leikin á hljóðfæri frá þeim tíma. Sunnudaginn 7. júlí kl. 16!

Á þessum tónleikum gefst áheyrendum kostur á því að hverfa aftur í aldir og hlýða á lágstemmda en lifandi tónlist frá tímum Williams Shakespeares sungna og leikna á hljóðfæri frá þeim tíma. Flytjendur eru Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og söngkona og Sergio Coto Blanco lútuleikari, en þau hafa bæði sérhæft sig í upprunaflutningi og hafa komið fram saman á fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu og Mið-Ameríku frá því árið 2015, m.a. á Sumartónleikum í Skálholti, Sumartónleikum í Sigurjónssafni, Reykjavík Early Music Festival og Festival Internacional de Música Barroca Santa Ana.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni á Gljúfrasteini. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika.
Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.

Hér má sjá dagskrá sumarsins í heild sinni. Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2024 er haldin í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins. 

 

Til baka í viðburði