Stofutónleikum aflýst

Vegna takmarkana á samkomuhaldi er öllum tónleikum sem vera áttu í stofunni á Gljúfrasteini í sumar aflýst því ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk á safninu.  

Stóri glugginn mót suðvestri varð strax blómagluggi en innréttingunum fyrir framan hann var breytt árið 1960, þegar langur sófi var settur þar og flygillinn færður í hornið. Sófinn hefur þrisvar verið yfirdekktur. Steinda glerverkið í endaglugganum er eftir Nínu Tryggvadóttur.

Safnið er einnig lokað um þessar mundir. Starfsfólk Gljúfrasteins fylgir tilmælum yfirvalda í hvítvetna og ákvörðun um að opna safnið að nýju verður því tekin þegar frekari upplýsingar berast frá stjórnvöldum um framhaldið.

Til baka í viðburði