Stofutónleikaröð 2020

28. júní Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari leikur meistaraverk fyrir einleiksselló eftir J.S. Bach og Hafliða Hallgrímsson.

 

5. júlí Hljómsveitin AdHd flytur tónlist sína í stofunni. Hljómsveitin gaf frá sér sína sjöundu breiðskífu í fyrra, ADHD 7 og hefur hún hlotið mikið lof.

12. júlí Magnús Jóhann og Skúli Sverrisson hafa komið víða við í sinni tónlistarsköpun, sem flytjendur, höfundar og úsetjarar, en koma nú fram sem tvíeyki. Þeir munu leika verk Magnúsar sem hann samdi sérstaklega fyrir flutning tvíeykisins.

19. júlí Hipsumhaps, bjartasta von þjóðar, mun halda létta tónleika á heimili skáldsins. Þeir munu taka öll lögin sem þig langar til að heyra í takt við spjall og vangaveltur um daginn og veginn.

26. júlí Björg Brjánsdóttir flytur einleikstónlist fyrir þverflautu eftir Debussy, Bach og de Leeuw.

 

2. ágúst Sigrún syngur og leikur lög sín í áður óheyrðum útgáfum. Tónlist hennar sem er vanalega mjög rafdrifin verður í akústískum búningi í stofunni en meðal annars verður leikið á nýsmíðað steinaspil. (Aflýst sökum hertra aðgerða yfirvalda vegna COVID-19)

9. ágúst Viibra flautuhópurinn var stofnaður við gerð plötu Bjarkar, Útópíu. Hópurinn hefur spilað sig saman undanfarin fjögur ár í nokkrum heimsálfum og tekið að sér fjölbreytt verkefni sem tónlistarhópur. Á efnisskránni eru verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Hilmu Kristínu Sveinsdóttur og Björk Guðmundsdóttur. (Aflýst sökum hertra aðgerða yfirvalda vegna COVID-19)

16. ágúst Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson flytja lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Halldórs Laxness í bland við lög eftir Stephen Sondheim og Francis Poulenc.

23. ágúst  Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari verður á einlægu nótunum og spilar og syngur sín uppáhaldslög á lágstemmdum einleikstónleikum í stofunni. Sígrænar jazzperlur amerísku söngvabókarinnar í bland við eigið, áður óflutt efni.

30. ágúst Hljómsveitin GÓSS hefust slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt, en einnig vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, mikla athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. GÓSS býður uppá létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa stund fyrir tónleikagesti.