JÚNÍ
3. júní Megas og Kristinn H. Árnason gítarleikari leiða saman hesta sína á Sjómannadaginn.
10. júní Teitur Magnússon & Æðisgengið bjóða upp á laufléttan og hressandi bræðing sumarslagara og þjóðlegra notalegheita.
17. júní Ari Bragi Kárason trompet og Eyþór Gunnarsson píanó láta laglínu og spuna leiðast í harmóníu út í óvissuna á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga.
24. júní Umbra Ensemble flytur nýja og forna tónlist í eigin útsetningum.
JÚLÍ
1. júlí Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó flytja íslensk og erlend sönglög.
8. júlí Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Gíslason koma fram með söng og leik á snittubassa og sítar.
15. júlí Þær Bjartey og Gígja í hljómsveitinni Ylju leika sín uppáhalds íslensku þjóðlög í nýjum útsetningum.
22. júlí Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur flytur lög við ljóð Halldórs Laxness.
29. júlí Diddú heiðrar minningu Auðar Laxness, húsfreyjunnar á Gljúfrasteini í tilefni af 100 ára afmæli hennar. Undirleikur verður í höndum Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.
ÁGÚST
5. ágúst Vísur og skvísur flytja íslensk og skandinavísk vísnalög þar sem texti og tilfinning mætir hljómþýðum laglínum.
12. ágúst Strákarnir í Pollapönki verða með fjöruga barnaskemmtun.
19. ágúst Bryndís Halla leikur sellósvítur J.S.Bach.
26. ágúst Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness og flytur úrval verka á flygil skáldsins.