Tónskáld og sellóleikari á Gljúfrasteini

Chrichan Larson, selló

Chrichan Larson sellóleikari og tónskáld hóf stofutónleikaröðina árið 2009. Hann lék verk eftir Bach og Zimmermann.

Chrichan Larson starfar sem sellóleikari og tónskáld. Hann lærði í Stokkhólmi en einnig í Basel í Sviss og París, þar sem hann varð síðar meðlimur í Ensemble InterContemporain (EIC). Starf hans í EIC og samvinnan með stjórnanda þess hóps, Pierre Boulez, hafði mikil áhrif á Chrichan, jafnt sem tónlistarmann og tónskáld.

Verkalisti Chrichans spannar allt frá tónlist 16. og 17. aldar til nútíma- og tilraunatónlistar dagsins í dag. Hann er meðlimur í ýmsum tónlistarhópum í Stokkhólmi, þar sem hann er búsettur. Þar á meðal eru hópar sem einbeita sér að flutningi eldri tónlistar á upprunaleg hljóðfæri en aðrir hafa nýja tónlist í brennidepli. Hann kemur gjarnan fram sem gestaleiðari sellódeildar við margar fremstu sinfóníuhljómsveita Skandinavíu, en starfar annars aðallega við kammertónlist.

Stærstur hluti tónverka Larsons er kammertónlist fyrir tónlistarhópa af ýmsum stærðargráðum. Á tónverkalistanum er einnig að finna hljómsveitarverk svo og kvikmyndatónlist. Nýjasta verk Chrichans var frumflutt í Hannover í Þýskalandi í júní 2008, „Umbebene Gestalt” fyrir básúnu og kammersveit.  Það var skrifað að beiðni sænsku „Rikskonserterna“ og tónlistarhópsins „Das neue Ensemble“.

Chrichan hefur áður haldið tónleika á Íslandi. Það var sumarið 1982, en þá lék hann í Norræna húsinu ásamt bróður sínum, Staffan Larson fiðluleikara og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara.

Efnisskrá
J.S. BACH (1685-1750)

Svíta nr 3 í C-dúr

Prélude
Allemande
Courante
Sarabande
Bourées
Gigue

Bernd Alois ZIMMERMANN (1918-1970)

Sónata (1960)

Rappresentazione
Fase
Tropi
Spazi
Versetto