Klassadjass á Gljúfrasteini

Sunna Gunnlaugs, píanó og Andrés Gunnlaugsson, rafgítar

Djassistarnir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Sunna Gunnlaugs píanóleikari fluttu sín eigin lög í bland við útsetningar sínar á íslenskum þjóðlögum fyrir píanó og rafgítar á stofutónleikum Gljúfrasteins.

Sunna Gunnlaugs hefur haldið tónleika um víða veröld og gefið út fimm hljómdiska. Tónlist hennar brúar djassbilið frá Reykjavík til Brooklyn, með því að fella þokka evrópsks djass við drífandi New York eldmóð.

Andrés Þór Gunnlaugsson hefur gefið út fimm hljómdiska síðastliðin ár í samstarfsverkefnum og undir eigin nafni. Einnig hefur hann starfað sem hljóðfæraleikari við leikhús og í hljóðveri. Andrés hefur leikið tónlist víðs vegar á Íslandi, í Noregi, Hollandi, Luxemburg, Belgíu og Þýskalandi.

Efnisskrá:

Sunna Gunnlaugs (f. 1970) Anima

Andrés Þór (f. 1974)  Blús fyrir 4

Guð gaf mér eyra / Óskasteinar

Íslensk þjóðlög; hljómsetning: Andrés Þór.

Andrés Þór (f. 1974) Eyjavals

Það búa litlir dvergar

Íslenskt þjóðlag; útsetning: Sunna Gunnlaugs.