Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson píanóleikari léku verk eftir Bach, uppáhalds tónskáld Halldórs Laxness þann 29. júní 2008.
Martin Frewer útskrifaðist sem stærðfræðingur frá Oxford University. Á sama tíma var hann í einkatímum hjá fiðlukennaranum Yfrah Neaman. Eftir útskrift hélt hann áfram fiðlunámi í Guildhall School of Music & Drama í London hjá Neaman og lærði þá einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson. Þessi menntun hefur nýst Martin í starfi þar sem hann starfar bæði við hugbúnaðargerð og sem tónlistarmaður, meðal annars hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Steingrímur Þórhallsson hóf tónlistarnám á Húsavík en lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólann í Reykjavík og kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1998. Haustið 1998 hóf hann nám við Pontificio Instituto di Musica Sacra í Róm, sem er kirkjutónlistarstofnun Páfagarðs. Þaðan lauk hann mastersprófi í orgelleik en í dag starfar hann sem organisti við Neskirkju í Reykjavík.
Efnisskrá:
J.S.Bach - Sonata nr.3 fyrir fiðlu og sembal BWV 1016
J.S.Bach - Sonata nr.4 fyrir fiðlu og sembal BWV 1017