Martin og Steingrímur

Martin Frewer, fiðla, og Steingrímur Þórhallsson, píanó

Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson píanóleikari léku verk eftir Bach, uppáhalds tónskáld Halldórs Laxness þann 29. júní 2008.

Martin Frewer útskrifaðist sem stærðfræðingur frá Oxford University. Á sama tíma var hann í einkatímum hjá fiðlukennaranum Yfrah Neaman. Eftir útskrift hélt hann áfram fiðlunámi í Guildhall School of Music & Drama í London hjá Neaman og lærði þá einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson. Þessi menntun hefur nýst Martin í starfi þar sem hann starfar bæði við hugbúnaðargerð og sem tónlistarmaður, meðal annars hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Steingrímur Þórhallsson hóf tónlistarnám á Húsavík en lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólann í Reykjavík og kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1998. Haustið 1998 hóf hann nám við Pontificio Instituto di Musica Sacra í Róm, sem er kirkjutónlistarstofnun Páfagarðs. Þaðan lauk hann mastersprófi í orgelleik en í dag starfar hann sem organisti við Neskirkju í Reykjavík.

Efnisskrá:
J.S.Bach - Sonata nr.3 fyrir fiðlu og sembal  BWV 1016
J.S.Bach - Sonata nr.4 fyrir fiðlu og sembal  BWV 1017